Málþing um málstefnu

Sverrir Vilhelmsson

Málþing um málstefnu

Kaupa Í körfu

ÍSLENSK málnefnd og Mjólkursamsalan héldu málræktarþing um helgina í hátíðarsal Háskóla Íslands undir nafninu Málstefna í mótun. Engin eiginleg íslensk málstefna er til en nefndin vinnur meðal annars að því að breyta því. "Íslensk málnefnd hefur um nokkurra mánaða skeið unnið að undirbúningi íslenskrar málstefnu og stefnir að því að hafa drögin tilbúin til afhendingar að ári," sagði Guðrún Kvaran, formaður Íslenskrar málnefndar en bætti við að öll nágrannalöndin stæðu betur að vígi en við í þessum málum. Hvergi væri heldur að finna í stjórnarskrá nein ákvæði um að íslenska skyldi vera opinbert mál á Íslandi. Á þinginu greindi Guðrún fyrst frá starfi nefndarinnar en í kjölfarið fluttu erindi fulltrúar fimm hópa sem könnuðu mismunandi svið þjóðlífsins. Fyrst kynnti hins vegar Guðrún Kvaran ályktun um stöðu íslenskrar tungu. MYNDATEXTI Fyrrverandi þingkona Dagný Jónsdóttir sagði það hafa færst í aukana að skjöl frá opinberum stofnunum væru ekki þýdd á íslensku.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar