Stjarnan - Mios Biganos 29:30

Sverrir Vilhelmsson

Stjarnan - Mios Biganos 29:30

Kaupa Í körfu

*Garðabæjarliðið úr leik í EHF bikarnum *Tókst ekki að vinna upp eins marks tap ÖMURLEGUR fyrri hálfleikur varð Stjörnustúlkum að falli er þær tóku á móti franska liðinu Mios Biganos í seinni leik liðanna í 32 liða úrslitum EHF-bikarsins í Mýrinni í gær. Frönsku gestirnir höfðu 9 marka forskot í hálfleik en Garðbæingum tókst að vinna það upp og ná forystu en misstu taktinn í blálokin og töpuðu 30:29. Mios Biganos vann fyrri leik liðanna með einu marki og er því komið í 16 liða úrslit í fyrsta sinn. MYNDATEXTI: Í ham Landsliðskonan Rakel Dögg Bragadóttir var mjög atkvæðamikil í meistaraliði Stjörnunnar og skoraði 12 mörk og hér er eitt þeirra í fæðingu í Mýrinni í gær. Þetta dugði þó Stjörnunni ekki því liðið tapaði með eins marks mun og er úr leik í EHF-keppni kvenna

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar