Sálfræðistöðin Guðfinna Eydal og Álfheiður Steinþórsdóttir

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Sálfræðistöðin Guðfinna Eydal og Álfheiður Steinþórsdóttir

Kaupa Í körfu

Flestir munu vera sammála því að ástin sé eitt mikilvægasta afl í lífi hvers og eins og því sé mikilvægt að rækta hana. Það er ekki ýkja langt síðan hjónaband eða samband tveggja einstaklinga var tekið sem sjálfsagður hlutur að því leyti að þegar í hjónaband var komið var takmarkinu náð hvað varðaði ástamálin og ekki meira spáð í það hvort sambandið væri gott eða slæmt. Þetta hefur breyst nokkuð á síðustu áratugum og samkvæmt Guðfinnu Eydal og Álfheiði Steinþórsdóttur, sem báðar eru sérfræðingar í klínískri sálfræði, vill fólk í dag fá miklu meira út úr lífinu á þessu sviði en hér áður fyrr. MYNDATEXTI Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal segja fólk duglegt að leita sér aðstoðar ef vandamál koma upp.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar