Ánægðar mæðgur

Ánægðar mæðgur

Kaupa Í körfu

Reykjanesbær | „Það er voðalega rólegt hérna, ennþá alla vega. Annars finnst mér þetta voða kósí, svona sveitastemmning í ró og næði,“ sagði Íris Ösp Sigurbjörnsdóttir, háskólanemi og íbúi á Vallarheiði, um dvölina þar í samtali við blaðamann. Hún hafði ekkert nema gott að segja um búsetuna á gamla varnarsvæðinu, nema ef vera skyldi rokið, en öllu vindasamara er á Vallarheiði en í öðrum hverfum Reykjanesbæjar og þykir nú samt mörgum nóg um. Gott væri líka að fá meiri þjónustu en nú er á boðstólnum MYNDATEXTI Írisi Ösp Sigurbjörnsdóttur líkar lífið á Vallarheiði en vildi hafa minna rok. Helga Vala Írisardóttir er ánægð með að hafa sér herbergi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar