Darri Johansen og fjölskylda

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Darri Johansen og fjölskylda

Kaupa Í körfu

Næstu dagar voru skrítnir og fyrsti dagur eftir tíðindin sá skrítnasti. Nokkru áður höfðum við ákveðið að kynna foreldra okkar hverja fyrir öðrum og of grunsamlegt að fresta því með svo stuttum fyrirvara. Það hefði vakið spurningar, sem óþægilegt hefði verið að svara ósatt þó svo að það teljist víst fullkomlega eðlilegt að leyna ýmsu við svona aðstæður. Fyrstu þrjá mánuðina. Ég dreif mig því út í Bónus og Sandholt bakarí á laugardagsmorgni og keypti kaffi og með því. Morgunverðarboðið gekk vel. Ég held að enginn hafi tekið eftir augngotum okkar Ingibjargar og stöku brosi yfir endilanga stofuna. Boðið rúllaði áfram eftir bókinni og við stóðum ringluð í henni miðri með kringlur í framreiddum höndum. Bjuggum yfir eldheitu leyndarmáli, sem við höfðum pakkað vel inn í girnilegan morgunmatinn svo engan grunaði neitt. Við þurftum, held ég, bæði að passa að missa ekki tíðindin óvart út úr okkur – bjóða kaffi með þungun eða rúnnstykki með óléttu. Allt gekk þetta þó vel og allir kynntust.“ Tilfinningar verðandi föður Þetta er meðal þess sem má lesa í nýútkominni bók, sem ber yfirskriftina Maður gengur með og er eftir Darra Johansen. Í bókinni veltir Darri fyrir sér verðandi föðurhlutverki og tekst á við nýjar tilfinningar og hugleiðingar. Um tilurð bókarinnar segir Darri: „Þegar kærastan mín, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, varð ólétt settist ég niður og byrjaði að skrifa dagbók. Veit eiginlega ekki af hverju eða hvað mér gekk til. Ég byrjaði um leið og óléttan varð til enda finnst mér ósköp gaman að skrifa, svona fyrir sjálfan mig. MYNDATEXTI Lúkas Emil Johansen í faðmi foreldra sinna, Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur og Darra Johansen

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar