Kammersveit

Sverrir Vilhelmsson

Kammersveit

Kaupa Í körfu

HÄNDEL á Ítalíu“ er yfirskrift tónleika kammerhópsins Nordic Affect í Þjóðmenningarhúsinu í kvöld kl. 19.30. Þar syngur heimsþekkt sópransöngkona, sérfræðingur í túlkun barokktónlistar, Susanne Rydén, með NoA. Hópurinn flytur veraldlegar kantötur eftir Händel auk óperuaría eftir Alessandro Scarlatti sem sjaldan hafa heyrst hér á landi. Susanne Rydén hefur á síðustu árum skipað sér í fremstu röð túlkenda barokk- og klassískrar tónlistar og unnið með stjórnendum á borð við Nikolaus Harnoncourt, Joshua Rifkin og Christhopher Hogwood. Hópurinn er skipaður innlendum og erlendum hljóðfæraleikurum sem allir hafa lokið námi í flutningi tónlistar á frumhljóðfæri og hefur hann leikið í Danmörku, á Íslandi og í Hollandi og fengið mjög góðar viðtökur. MYNDATEXTI Nordic Affect skipa Halla Steinunn Stefánsdóttir og Julia Fredersdorff barokkfiðluleikarar, Hanna Loftsdóttir barokksellóleikari, Karl Nyhlin lútuleikari og Guðrún Óskarsdóttir, semballeikari

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar