Guðrún Dalía og Jón Svavar

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Guðrún Dalía og Jón Svavar

Kaupa Í körfu

ALLT getur gerzt á einsöngstónleikum þegar persónulegasta og viðkvæmasta hljóðfærið, mannsröddin, er í forgrunni. Það sannaðist fyrir skömmu þegar barkalistin brást þaulreyndum óperusöngvara öllum að óvörum og sýndi að aldrei er sigur sjálfgefinn, jafnvel þótt áratuga happasæl reynsla liggi að baki, hverjar svo sem andlegar eða líkamlegar ástæður kunna að hafa haft úrslitavald í nefndu tilviki. Ekki skyldi þó væna marga hinna rúmlega 100 hlustenda um þá fordómafylltu þórðargleði að mæta í Salnum í von um að verða vitni að löskuðu fyrsta flugtaki ungs barýtonsöngvara – líkt og æ fleiri ku á sínum tíma hafa farið á síðustu tónleika Jöschu Heifetz í von um fyrstu falska tóna fiðlusnillingsins. En óneitanlega flaug manni það fyrir. Enda vantaði ekki upplitsdirfskuna í kynningarviðtali Mbl. við Jón Svavar Jósepsson á undan frumrauninni s.l. sunnudag. Sú hófst með því að söngvarinn bauð áheyrendum borginmannlega gott kvöld – og beið sallarólegur svara utan úr sal áður en lengra var haldið. Á jantalögmáli norrænna smáþjóða gat allt samanlagt varla annað en örvað væntingar smásála um safaríkt fíaskó. MYNDATEXTI Guðrún Dalía Salómonsdóttir og Jón Svavar Jósepsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar