N1 deildin

N1 deildin

Kaupa Í körfu

PAVLA Nevarilova, línumaður Fram, var valin besti leikmaður fyrstu átta umferða 1. deildar kvenna, N1 deildarinnar í handknattleik, en upplýst var um var um kjörið í gær. Nevarilova var jafnframt talin besti línumaður fyrsta þriðjungs deildarkeppninnar sem nú er að baki. Stjarnan á þrjá leikmenn í úrvalsliðinu, Valur tvo, Haukar og Fram einn leikmanna hvort lið. Þá var Einar Jónsson, þjálfari Fram, valinn besti þjálfarinn en lið hans hefur komið mörgum á óvart til þessa en það er í öðru sæti, aðeins einu stigi á eftir Íslandsmeisturum Stjörnunnar. Eftirtaldir leikmenn eru í liði fyrstu átta umferða N1 deildar kvenna, markvörður: Florentina Grecu, Stjörnunni, línumaður: Pavla Nevarilova, Fram, vinstra horn: Dagný Skúladóttir, Val, hægra horn: Hanna G. Stefánsdóttir, Haukum, vinstri skytta: Alina Petrache, Stjörnunni, hægri skytta: Eva Barna, Val, miðjumaður: Rakel Dögg Bragadóttir, Stjörnunni, þjálfari: Einar Jónsson, Fram, besta umgjörð leikja: Fylkir MYNDATEXTI Verðlaunahafar fyrsta þriðjungs Íslandsmóts kvenna ásamt Guðmundi Ingvarssyni, formanni HSÍ, Ingunni Sveinsdóttur, framkvæmdarstjóri neytendasviðs N1, Gunnari Kristinssyni frá Fylki og Sigurjóni Péturssyni varaformanni HSÍ.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar