Forsætisráðherra afhendir foreldrum heilræði

Forsætisráðherra afhendir foreldrum heilræði

Kaupa Í körfu

VERNDUM bernskuna“ er yfirskrift tíu heilræða sem Geir H. Haarde forsætisráðherra og Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, afhentu foreldrum barna á leikskólanum Laufásborg í gær. Heilræðin minna uppalendur m.a. á að hafa þor til að axla ábyrgð og hlífa börnum fyrir ónauðsynlegu áreiti. Heilræðunum verður dreift til allra foreldra barna á leik- og í grunnskólum, en verkefnið er á vegum Biskupsstofu. Biskup sagði áreiti sem leitist við að ræna barnið bernskunni verða æ öflugra. Því sé mikilvægt að fullorðnir séu til staðar fyrir börnin, veiti þeim leiðsögn og kærleika. Geir sagði heilræðin býsna góð, enda væri hollt fyrir alla uppalendur að fá reglulega áminningu um hlutverk sitt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar