Alþingi 2007

Sverrir Vilhelmsson

Alþingi 2007

Kaupa Í körfu

FRÉTTIR af því að sveitarstjórn Flóahrepps hafi samþykkt að setja Urriðafossvirkjun á aðalskipulag eru nöturlegar og ríkisstjórnin öll ber ábyrgð á málinu. Þetta kom fram í máli Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, á Alþingi í gær. Hreppsnefnd hafði áður hafnað virkjun en lætur nú undan linnulausum þrýstingi Landsvirkjunar þannig að hinir lýðræðislega kjörnu fulltrúar hafa bakkað með sitt nei og sína sannfæringu, þau þora ekki annað undan ægivaldinu sem við blasir, sagði Guðfríður Lilja og vildi svör við hvað ríkisstjórnin hygðist fyrir og þá allra helst Samfylkingin sem áður hefði heitið því að frelsa sveitarfélögin undan ágangi orkufyrirtækjanna. MYNDATEXTI Vill svör Guðfríður Lilja vildi svör frá ríkisstjórninni varðandi Þjórsá

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar