Þorgerður Katrín

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Þorgerður Katrín

Kaupa Í körfu

Uppáhaldsorð? Kærleikur Af hverju? Kærleikur er það fyrsta sem kemur upp í hugann en auðvitað er orðgnótt íslenskunnar mikil. Með þessu orði verður mér sjálfkrafa hugsað til fjölskyldunnar minnar en það dásamlega við íslenskuna er hið tilfinningalega umrót og unaður sem hún getur hrint af stað. Orðið kærleikur er nátengt ástinni og stuðlar að vellíðan meðan önnur orð geta dregið fram aðra tilfinningu, aðrar kenndir. Náttúran okkar geymir mörg af okkar fallegustu orðum eins og blágresi, eyrarrós, Herðubreiðarlindir. Með móðurmálinu og náttúrunni verður ferðalagið, lífið, skemmtilegt.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar