Sprengjuhöllin

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sprengjuhöllin

Kaupa Í körfu

SPRENGJUHÖLLIN og Motion Boys eru náttúrlega svakalega vinsælar um þessar mundir,segir Elís Pétursson, bassaleikari Jeff Who? þegar hann er spurður að því hvers vegna fólk ætti að skella sér á tónleika hljómsveitanna þriggja á NASA í kvöld. Það er ekkert oft sem svona hljómsveitir koma saman að spila. Oftast er einhver þrepaskipting; lítið, minna og stærra band, en þarna eru þrjár stórar sveitir saman. Upphaflega ætluðum við að hafa þetta á Organ, en við sáum fljótlega að við myndum sprengja staðinn utan af okkur. MYNDATEXTI Hvar er Valli? Ef grannt er skoðað má finna tvö íslensk húsdýr á myndinni, en þau voru fengin sem staðgenglar Sprengjuhallarmannanna Atla Bollasonar og Sigurðar Tómasar Guðmundssonar, sem áttu ekki heimangengt. *** Local Caption *** Sprengjuhöllin, Jeff Who? og Motion Boys, 14. nóvember 2007

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar