Astrópíuspilið

Friðrik Tryggvason

Astrópíuspilið

Kaupa Í körfu

HJALTI Andrason er óvenjulegur ungur maður. Sem fjölmiðlafulltrúi í franska sendiráðinu sér hann um að ímynd okkar á Frökkum sé ekki einvörðungu bundin við að þeir séu hvítlaukselskir dónar sem hafi gaman af verkföllum. Á kvöldin leiðbeinir hann ungum leiðsögumönnum um eðli villtra dýra með dýrafræðikennslu í Leiðsöguskóla Íslands og á sumrin þegar lítið er að gera í sendiráðinu vinnur hann sem leiðsögumaður um landið og túlkur. En þá er ekki öll sagan sögð því nú hefur Hjalti búið til borðspil byggt á kvikmyndinni Astrópíu eftir Gunnar B. Guðmundsson, sem frumsýnd var í ágúst síðastliðnum MYNATEXTI Spilakarl Ég gerði fyrsta spilið mitt þegar ég var svona níu ára gamall, segir Hjalti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar