Herder Andersson

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Herder Andersson

Kaupa Í körfu

Hann sneri sér að gerlafræði þegar hann þurfti að sleppa hendi af ballettdrauminum. Kristín Heiða Kristinsdóttir heimsótti hagleiksmann sem flutti til Íslands fyrir hálfri öld og ætlar að gefa alla þá muni sem prýða nýja kapellu í Langholtskirkju til minningar um sambýlismann sinn. Alveg frá því ég var ungur drengur hef ég gert mikið af því að sauma út enda er ég alinn upp við hannyrðir heima í Svíþjóð. Amma mín sáluga bjó oft heima hjá okkur og hún tók ekki í mál að fólk hefði ekkert í höndunum, enda var hún mikil handavinnukona. Hún kenndi mér að hekla og prjóna en annað hef ég tekið upp hjá sjálfum mér. Harðangur, klaustursaumur og flatsaumur eru ekkert mál fyrir mig og vefnaði hef ég líka sinnt heilmikið, segir Herder Andersson sem hefur setið fast við sauma til að klára þær gjafir sem hann ákvað að búa til og færði Langholtskirkju að gjöf í vor, en hún hefur verið kirkjan hans undanfarin 20 ár. MYNDATEXTI Alltaf að Herder fellur sjaldan verk úr hendi og hér bróderar hann fagran dúk.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar