Starfsmenntaverðlaun

Sverrir Vilhelmsson

Starfsmenntaverðlaun

Kaupa Í körfu

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti Starfsmenntaverðlaunin í gær. Verðlaunin eru þrískipt og eru veitt fyrirtæki, skóla og einstaklingi fyrir að skara fram úr í fræðslumálum fullorðinna. Guðjónína Sæmundsdóttir, forstöðumaður Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum, tók við verðlaunum í flokki skóla og fræðsluaðila. Verðlaun í flokki fyrirtækja og félagasamtaka hlaut Icelandair, Una Eyþórsdóttir starfsmannastjóri og Jón Karl Ólafsson forstjóri veittu þeim viðtöku. Í opnum flokki hlaut Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, fyrrverandi formaður Sóknar og fyrrverandi varaformaður Eflingar, verðlaun fyrir að fara nýjar leiðir í fullorðinsfræðslu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar