Jólatíska

Friðrik Tryggvason

Jólatíska

Kaupa Í körfu

Rétt eins og ilmandi greni, logandi kerti og litríkt jólaskraut tilheyrir þessum myrkasta tíma ársins er það næstum jafnöruggt að hillur fataverslana fyllast um þetta leyti af íburðarmeiri fatnaði og fylgihlutum en allajafna tilheyrir norrænu naumhyggjunni. Semelíusteinar, pallíettur, málmlitir og fínlegur útsaumur verður skyndilega það sem allir hafa beðið eftir enda líklega fljótlegasta leiðin til að verða glerfínn með sem minnstri fyrirhöfn. Það er heldur ekki laust við að viðmótið og líkamsstaðan breytist við að smeygja fótunum í glitrandi skó að hætti Öskubusku, að hálsinn hreinlega lengist þegar stórir steinar prýða hann og athyglin sem beinist að þeim sem klæðist málmlitum kjól jafnast á við að öðlast skyndilega aðalstign. MYNDATEXTI Dömulegt Debenhams, kr. 1.990.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar