Kim Larsen kemur til landsins

Friðrik Tryggvason

Kim Larsen kemur til landsins

Kaupa Í körfu

Vinur minn sagði eitt sinn við mig að Kim Larsen væri heilt sólkerfi í vetrarbraut skandinavískrar tónlistar. Þetta sagði hann í gamansömum tón en þessi ýkta viðlíking er jafn haldbær og hvað annað til að lýsa þeim ótrúlegu vinsældum sem þessi danski tónlistarmaður nýtur um gervöll Norðurlöndin. Plötur hans seljast í milljónum eintaka er þær koma út, og yfirburðastaða hans í heimalandinu er með slíkum ólíkindum að það er erfitt að ná utan um það. Kim Larsen heldur tónleika hér á landi í kvöld og óþarfi að taka fram að mikill fengur er að komu Larsen. Síðast heimsótti hann okkur haustið 2005 og lék á þrennum tónleikum á Nasa en uppselt varð á þá alla á innan við þremur tímum. Nú leikur hann í nýrri tónleikahöll, Vodafone-höllinni (Valsheimilinu á Hlíðarenda) en Larsen verður sá er vígir höllina en auk þess verða þetta síðustu tónleikar hans og sveitar hans Kjukken í yfirgripsmiklu tónleikaferðalagi um Norðurlöndin. MYNDATEXTI Kim var kampakátur þegar hann lenti á Reykjavíkurflugvelli í gær en hafði lítinn áhuga á að ræða við fréttamenn sem biðu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar