Auður Laxness fær afhent fyrsta eintak af bók um Halldór Laxness

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Auður Laxness fær afhent fyrsta eintak af bók um Halldór Laxness

Kaupa Í körfu

AUÐI Laxness, ekkju nóbelsskáldsins Halldórs Laxness, var í gær afhent fyrsta eintakið af bókinni Til fundar við skáldið Halldór Laxness eftir Ólaf Ragnarsson. Í bókinni, sem er sú þriðja sem Ólafur ritar um skáldið, er að finna samtöl höfundar við Halldór og eru þau að líkindum þau síðustu sem ekki hafa verið birt. Ræða þeir þar um allt frá Erlendi í Unuhúsi til Stalíns, klæðaburð og filmumannavín, heimilislíf á Gljúfrasteini og margt fleira og er inn í mörg samtölin skotið brotum úr óbirtum einkabréfum skáldsins og handritum og fleiru. Auður kemur einnig töluvert við sögu í bókinni og er m.a. sagt frá því þegar hún og höfundur bókarinnar fóru í gegnum skrifpúlt Halldórs eftir að skáldið lést árið 1998. Á myndinni má sjá Bjarna Þorsteinsson, ritstjóra hjá Veröld, sem gefur bókina út, afhenda Auði fyrsta eintakið á heimili hennar í Mosfellsbæ.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar