Tangahúsið á Fáskrúðsfirði

Albert Kemp

Tangahúsið á Fáskrúðsfirði

Kaupa Í körfu

Fáskrúðsfjörður | Stjórn Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga hefur ákveðið að endurgera fyrsta verslunarhús félagsins, svokallaðan Tanga. Húsið var byggt af Carli D. Tulinius árið 1895. Þórarinn E. Tulinius rak þar verslun hinnar Sameinuðu íslensku verslunar til ársins 1930. Þrjú ár þar á eftir rak Jón Davíðsson verslun í húsinu. Þegar Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga var stofnað 6. ágúst 1933 keypti félagið Tanga ásamt fleiri húsum á sama reitnum, auk hafskipabryggju. Félagið rak þarna verslun til ársins 1980 þegar það flutti í nýtt húsnæði. Hluti Tanga var jafnframt íbúð kaupfélagsstjórans og þar bjó Björn Stefánsson með fjölskyldu sinni, en hann var fyrsti kaupfélagstjórinn. MYNDATEXTI Tangahúsið á Fáskrúðsfirði var byggt 1895 sem verslunarhús og gegndi því hlutverki fram til 1980. Nú á að endurbyggja húsið

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar