Alþingi 2007

Sverrir Vilhelmsson

Alþingi 2007

Kaupa Í körfu

Utanríkisráðherra mælti fyrir tveimur þingsályktunartillögum á Alþingi í gær sem báðar fela í sér að tilskipanir Evrópuþingsins og -ráðsins á sviði umhverfismála verði felldar inn í EES-samninginn. Önnur lýtur að vatnsmálum en hin að viðskiptum með gróðurhúsalofttegundir. Í máli bæði Kolbrúnar Halldórsdóttur og Bjarna Benediktssonar komu fram áhyggjur af því að mál sem þessi fái oft of lítinn tíma til þinglegrar meðferðar. Utanríkisráðherra tók undir áhyggjurnar og sagði að málin ættu að geta komið fyrr á borð þingnefnda. Þingið væri hins vegar í talsvert „seldri stöðu“. Ef það hafnaði tilskipunum Evrópusambandsins setti það EES-samninginn í uppnám. Fíkniefnadjöfullinn Samhljómur var um gildi forvarna og ljótleika fíkniefnavandans í utandagskrárumræðum í gær þó að deilt væri um hvort réttar leiðir væru fetaðar í baráttunni. Jákvæðnin í umræðunum sneri að ágætum árangri sem hefur náðst í forvarnamálum en neikvæðnin m.a. að rekstrarvanda SÁÁ og mögulegum afleiðingum af að selja léttvín og bjór í búðum. Grétar Mar Jónsson, Frjálslyndum, hafði jafnframt áhyggjur af því að aðild að Schengen hefði verið af því slæma hvað eftirlit og leit á Keflavíkurflugvelli varðar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar