Samningur undirritaður í Lindarskóla

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Samningur undirritaður í Lindarskóla

Kaupa Í körfu

SAMSTARFSSAMNINGUR hefur verið undirritaður milli Lindaskóla í Kópavogi, fyrirtækjanna Norvik hf, Ránarborgar hf og bæjarsjóðs Kópavogs, um 17 milljóna króna fjármagn til viðbótarkennslu við skólann. Um er að ræða þróunarverkefni í 1.-4. bekk sem nær til ársins 2009 en fjármagnið á að renna í kennslu í ensku og samþættingu íþrótta- og útikennslu. Í tilkynningu frá Lindaskóla segir að markmiðið sé að við upphaf skólaársins 2009-2010 verði 35 stunda kennsla á viku orðin að veruleika í 1.-4. bekk. MYNATEXTI: Samningur Þorsteinn Vilhelmsson og Guðmundur H. Jónsson, fulltrúar Ránarborgar og Norvik, Gunnar Birgisson bæjarstjóri Kópavogs og Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs Kópavogs, við undirritunina í fyrradag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar