Aðalheiður Rúnarsdóttir

Aðalheiður Rúnarsdóttir

Kaupa Í körfu

Flestir sem greinast með MS-sjúkdóminn eru ungt fólk og eru konur fleiri en karlar. Elva Björk Sverrisdóttir ræddi við tvær ungar konur sem báðar eru virkir þjóðfélagsþegnar þrátt fyrir að vera með MS. Einn daginn er maður heilbrigður og hugsar framtíðina alveg eins og fólk gerir. Það býst við því að það eigi eftir að eignast maka og börn og halda áfram í sinni vinnu. Þegar svona gerist þarf maður að endurskilgreina sjálfan sig algjörlega, segir Aðalheiður Rúnarsdóttir. Hún er þrítug og greindist með MS haustið 2005, fyrir rúmum tveimur árum. Þá fékk hún svonefnt bráðakast og lamaðist annar handleggurinn, en áður hafði hún misst tilfinningu og mátt í öðrum fætinum. MYNDATEXTI Maður þarf bara að gæta sín á því að hafa rétta viðhorfið, segir Aðalheiður Rúnarsdóttir sem greindist með MS árið 2005.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar