Handverk

Handverk

Kaupa Í körfu

Stundum er það skemmtilegasta í okkar nánasta umhverfi og í Hafnarfirði er heilmikil jólamarkaðsstemmning. Fríða Björnsdóttir upplifði jólaandann þegar hún heimsótti hluta af stórfjölskyldu sem var að undirbúa ýmislegt sem hún ætlar að vera með til sölu í jólaþorpinu næstu helgar. Lína er nýflutt í Hafnarfjörð. Þar bjó systir hennar og sagði henni frá því hvað Jólaþorpið í Hafnarfirði væri skemmtilegt. Þar sem ég er ekki í fastri vinnu þessa stundina fannst mér upplagt að prófa að vera þarna með bás, segir Lína sem er klæðskeramenntuð. Ég er nýbyrjuð að hanna og setja í poka alls konar jólaföndur, sem ég hef aðeins verið að selja í skólum. Þetta eru allt litlir og einfaldir hlutir sem eru tilvaldir ef fólk vill setjast niður með börnunum og búa eitthvað til með þeim. MYNDATEXTI Lína, Stefán, Hulda og Fríða eru hreykin af því handverki og kökum sem fjölskyldan hefur sameinast um að búa til.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar