The English pub

The English pub

Kaupa Í körfu

NÝ krá, The English Pub, var opnuð í Austurstræti á fimmtudagskvöldið á þeim stað þar sem veitingastaðurinn Deco var áður til húsa. Eins og nafnið gefur til kynna eru innréttingar staðarins í breskum stíl og er það hugmyndin að menn upplifi dæmigerða enska kráarstemningu eins og hún gerist best. Eigendur The English Pub eru engir nýgræðingar í veitingarekstri en þeir hafa áður komið að rekstri; Victors við Ingólfstorg, Olivers, Barsins, Q-bars og Thorvaldsen. MYNDATEXTI Stoltir kráareigendur Logi Helgason, Arnar Þór Gíslason, Ingvar Svendsen og Hermann Svendsen.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar