Yrsa Sigurðardóttir
Kaupa Í körfu
HÓPUR bandarískra blaðamanna var hér staddur um helgina í boði Icelandair að kynna sér Ísland og sögusvið bókarinnar Þriðja táknsins sem kom út í Bandaríkjunum í október. Höfundur bókarinnar, Yrsa Sigurðardóttir, fór með hópnum í kynningarferð um Reykjavík og þrátt fyrir hávaðarok og ofankomu í ýmsum myndum var ekki annað að sjá en að ferðin hefði gengið vel. Þegar aftur var snúið á hótelið beið þeirra forstöðumaður Galdrasafnsins á Ströndum sem leiddi blaðamennina í allan skilning um íslenska galdra en Galdrasafnið kemur einmitt við sögu í Þriðja tákninu. Pétur Már Ólafsson hjá Veröld, sem gefur út Yrsu hér á landi, segir að mikill áhugi sé fyrir Yrsu þar ytra en Þriðja táknið kom út í október og hefur þegar verið tekin fyrir í öllum helstu dagblöðum vestanhafs. MYNDATEXTI Sigurður galdramaður lagði á þessa saklausu blaðakonu ástargaldur. Ekki fylgir sögunni hvort galdurinn gerði sitt gagn.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir