Yrsa Sigurðardóttir
Kaupa Í körfu
HÓPUR bandarískra blaðamanna var hér staddur um helgina í boði Icelandair að kynna sér Ísland og sögusvið bókarinnar Þriðja táknsins sem kom út í Bandaríkjunum í október. Höfundur bókarinnar, Yrsa Sigurðardóttir, fór með hópnum í kynningarferð um Reykjavík og þrátt fyrir hávaðarok og ofankomu í ýmsum myndum var ekki annað að sjá en að ferðin hefði gengið vel. Þegar aftur var snúið á hótelið beið þeirra forstöðumaður Galdrasafnsins á Ströndum sem leiddi blaðamennina í allan skilning um íslenska galdra en Galdrasafnið kemur einmitt við sögu í Þriðja tákninu. Pétur Már Ólafsson hjá Veröld, sem gefur út Yrsu hér á landi, segir að mikill áhugi sé fyrir Yrsu þar ytra en Þriðja táknið kom út í október og hefur þegar verið tekin fyrir í öllum helstu dagblöðum vestanhafs. MYNDATEXTI Sigurður Atlason, forstöðumaður Galdrasafnsins, Danielle Bartlette, frá Harper Collins, og bandaríski blaðamaðurinn Susan Yara en hún ber jafnframt titilinn Ungfrú Nýja Mexíkó.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir