Búið að betrekkja

Friðrik Tryggvason

Búið að betrekkja

Kaupa Í körfu

VEGGURINN sem var reistur til að fela brunarústir húsanna á horni Lækjargötu og Austurstrætis hefur heldur betur látið á sjá undanfarnar vikur og óhætt að segja að hann sé orðinn til vansa fyrir borgina. Til stendur að skipta um klæðningu á veggnum og er vonast til að því ljúki fyrir helgi. Haustrigningarnar fóru með myndina, illu heilli, sagði Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, sem hefur verið borginni innan handar varðandi ýmislegt sem varðar húsin og vegginn sem hlífir þeim. Minjavernd ber þó ekki ábyrgð á verkinu, að sögn Þorsteins

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar