Jól

Brynjar Gauti

Jól

Kaupa Í körfu

Eftir því sem jólin færast nær fara bæði börn og fullorðnir að hugsa um jólasveinana okkar ágætu. Þegar komið er fram um miðjan desember fara þeir að tínast ofan úr fjöllunum, einn og einn í einu, og leggja þá gjarnan leið sína að gluggum barna sem hafa stillt þar upp skónum sínum. Fréttir hafa borist af því að undanfarin ár hafi sum börn orðið þeirrar gleði aðnjótandi að fá bréf frá jólasveininum í skóinn. MYNDATEXTI Á borðinu var skál með jólabúðingi Þvörusleikis, flaska með berjasaft og bréf frá Sveinka sem hann var að enda við að skrifa til hennar Jónu. Sú verður áreiðanlega bæði glöð og hissa þegar hún fær bréfið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar