Skeiðarárhlaup

Jónas Erlendsson

Skeiðarárhlaup

Kaupa Í körfu

HLAUPIÐ í Skeiðará náði hámarki sínu síðdegis í gær og er talið að rennslismagnið gæti haldist óbreytt allt fram til dagsins í dag, laugardags. Um var að ræða lítið hlaup með rennsli upp á nálægt 800 rúmmetra á sekúndu en geta verður þess að hér var um sjónmat að ræða, en ekki mælingar. Til samanburðar er venjulegt meðalrennsli á þessum árstíma nokkrir tugir rúmmetra á sekúndu. Þetta er mjög lítið hlaup og kannski líkt hlaupinu árið 2004 nema miklu minna, segir Gunnar Sigurðsson vatnamælingamaður og verkfræðingur hjá Orkustofnun. Þar er átt við hegðun hlaupsins því hlaupið 2004 var margfalt meira, eða 3 þúsund rúmmetrar á sekúndu. Ekki fréttist af tjóni á mannvirkjum vegna hlaupsins. MYNDATEXTI Það var kraftur í ánni þegar þessi mynd var tekin við vesturenda Skeiðarárbrúar. Þetta telst þó lítið hlaup. HLAUPIÐ í Skeiðará náði hámarki sínu síðdegis í gær og er talið að rennslismagnið gæti haldist óbreytt allt fram til dagsins í dag, laugardags. HLAUPIÐ í Skeiðará náði hámarki sínu síðdegis í gær og er talið að rennslismagnið gæti haldist óbreytt allt fram til dagsins í dag, laugardags. Um var að ræða lítið hlaup með rennsli upp á nálægt 800 rúmmetra á sekúndu en geta verður þess að hér var um sjónmat að ræða, en ekki mælingar. Til samanburðar er venjulegt meðalrennsli á þessum árstíma nokkrir tugir rúmmetra á sekúndu. Þetta er mjög lítið hlaup og kannski líkt hlaupinu árið 2004 nema miklu minna, segir Gunnar Sigurðsson vatnamælingamaður og verkfræðingur hjá Orkustofnun. Þar er átt við hegðun hlaupsins því hlaupið 2004 var margfalt

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar