Selið heimsótt

Friðrik Tryggvason

Selið heimsótt

Kaupa Í körfu

Hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar var mikið um að vera þegar Guðrún Guðlaugsdóttir hitti Hólmfríði Finnbogadóttur um leið og 5 ára börn frá leikskólanum Víðivöllum voru þar að velja sér jólatré. Allir sem koma hingað fá heitt súkkulaði og kökur, svona var þetta í sveitinni og svona er þetta hér, segir Hólmfríður Finnbogadóttir sem ræður ríkjum í Selinu hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar við Kaldárselsveg, en þar eru seld nýhöggvin jólatré gestum og gangandi um helgar fyrir jólin og svo koma leikskólabörn úr bænum til að velja jólatré fyrir leikskólann sinn í miðjum vikum. MYNDATEXTI Árdís Grétarsdóttir leikskólastjóri með börnum og fóstrum með velvalið jólatréð sem þau skreyta svo í leikskólanum sínum Víðivöllum við mikinn fögnuð allra viðstaddra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar