Ný borhola / Krafla
Kaupa Í körfu
„HÚN er hrikaleg,“ sagði Árni Gunnarsson, verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun, um nýja borholu við Kröfluvirkjun eftir að búið var að opna fyrir hana í gær. Var meiri kraftur í holunni en nokkru sinni hefur sést við Kröflu að sögn staðkunnugra. Það voru þeir Karl Emil Sveinsson (t.v.) og Kristján Stefánsson, en þeir eru báðir starfsmenn gufuveitu Kröflu, sem sáu um að opna holuna í gær. Hún var boruð fyrir mánuði og er þrítugasta og sjötta holan við Kröfluvirkjun en sú fyrsta var boruð 1974. Virkjunin sjálf var hins vegar tekin í notkun 1977. Það er borinn Jötunn sem gerði holuna en hann kom um miðjan apríl sl. frá Azor-eyjum. Boranir gengu vel í sumar en þegar hefur verið hafist handa við að bora holu númer 37.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir