Óveður

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Óveður

Kaupa Í körfu

ÓVEÐRIÐ í gær setti menn í töluvert mikla viðbragðsstöðu í Grindavíkurhöfn þar sem á milli 30 og 40 skip og bátar þurftu athugunar við vegna sjógangs sem vænta mátti að yrði gífurlegur á flóði í gærkvöld. Mál þróuðust hinsvegar mjög vel því undir kvöldið fór brimið að minnka auk þess sem vindátt breyttist. Að sögn Sverris Vilbergssonar hafnarstjóra gekk enginn sjór á land að heitið gæti. Menn höfðu búist við fimm metra flóðhæð en þegar á leið reyndist hæðin fjórir og hálfur metri. Og það sleppur alveg, sagði Sverrir. Hann sagði bátaeigendur hafa verið taks við höfnina og stillt landfestar eftir því sem við átti. Menn gerðu það sem gera þurfti til að þetta yrði í lagi, sagði hann. Óveðurskaflanum í gær lauk síðan með þrumum og eldingum í Keflavík og víðar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar