Friðrik Rafnsson

Sverrir Vilhelmsson

Friðrik Rafnsson

Kaupa Í körfu

Þetta er einn af þessum dögum sem veturinn veit ekki hvaðan á hann stendur veðrið og það rignir yfir okkur vori. Himinninn er grár og Hallgrímskirkja hímir á holtinu eins og niðurrignt lamadýr. Þetta er svona dagur sem maður þakkar guði fyrir hús. Og í einu slíku í Hlíðunum, sjálfu Valshverfinu, býr Friðrik Rafnsson þýðandi. Það er mikið lesið á þessu heimili. Lesið og þýtt. Friðrik hefur nýlokið við að þýða fyrstu skáldsögu Milans Kundera, Brandarann, og hefur þar með þýtt allar skáldsögur Kundera, tíu talsins. Þar með eru Íslendingar komnir í hóp þeirra þjóða sem eiga allar skáldsögur þessa vinsæla höfundar á eigin móðurmáli MYNDATEXTI Friðrik Rafnsson Þýðandinn þarf að núllstilla sig fyrir hverja bók sem hann byrjar að þýða, jafnvel þótt hann hafi safnað talsverðu í reynslusarpinn segir Friðrik.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar