Rósabændur

Sigurður Sigmundsson

Rósabændur

Kaupa Í körfu

ÞETTA hefur heldur skánað og búið að vera þungt undanfarin ár, segir Emil Gunnlaugsson rósabóndi á Flúðum um blómasöluna fyrir þessi jól. Ég held að fólk hafi nú meira á milli handanna. Emil segir að á síðustu fimm til átta árum hafi fækkað í stéttinni, enda rekstrarumhverfið erfitt. Framleiðni hafi verið aukin og reynt að draga úr kostnaði. Nú sé markaðurinn að glæðast og meira að gera í október, nóvember og jólamánuðinum en undanfarin ár. Með Emil á myndinni eru þau Hildur og pólski rósapakkarinn Tomasz, sem starfar hjá Emil ásamt konu sinni. Emil segir jólastjörnuna hafa verið vinsæla í aðdraganda jólanna fyrr á árum en sala á henni hafi dalað. Nú vilji margir rauðar rósir. Neytendur vilji öll litbrigði af rósum, túlípana og hýasintur til að prýða híbýli sín um hátíðarnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar