Friðarganga

Halldór Sveinbjörns

Friðarganga

Kaupa Í körfu

METÞÁTTAKA var í árlegri friðargöngu á Ísafirði í gær. Segir Jóna Benediktsdóttir, skipuleggjandi göngunnar, fjöldann aukast frá ári til árs og er þetta tólfta árið sem gangan er farin. Veðrið var yndislegt, næstum logn og smá snjódrífa. Þetta var akkúrat rétta stemningin til að skapa jólafriðinn í hjartanu, segir Jóna. Anna Sigríður Ólafsdóttir fór með fallega hugvekju um þýðingu orðsins friður í tilefni göngunnar, Skúli Þórðarson trúbador spilaði og söng og tvær ungar stúlkur sungu jólasálm í lokin. MYNDATEXTI Ísfirðingar Gengið var frá Ísafjarðarkirkju að Silfurtorgi, þar sem Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar tók á móti göngufólkinu

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar