Brennur

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Brennur

Kaupa Í körfu

Í HUGUM margra er það órjúfanlegur hluti af því að kveðja gamla árið að fara og horfa á áramótabrennu í kuldanum. Þetta árið verða ellefu áramótabrennur í Reykjavík. Þar af eru fjórar stórar brennur, við Ægisíðu, Geirsnef, Gufunes og Rauðavatn, og sjö litlar, við Suðurhlíðar, Suðurfell, Leirubakka, Kléberg á Kjalarnesi, í Skerjafirði, vestan Laugarásvegar á móts við Valbjarnarvöll og í Ártúnsholti sunnan við Ártúnsskóla. Starfsmenn hverfastöðva framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar hafa síðustu daga tekið á móti efni og séð um uppröðun í bálkesti sem gleðja munu borgarbúa á mánudagskvöldið kemur. Við Rauðavatn í gær voru menn í óðaönn að taka við timbri og raða því þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti þar leið framhjá. Kveikt verður í borgarbrennunum stundvíslega kl. 20.30 á gamlárskvöld.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar