Síðasta hlaup ársins

Halldór Sveinbjörns

Síðasta hlaup ársins

Kaupa Í körfu

SÍÐASTA hlaup ársins á Ísafirði var um margt ólíkt því sem hlaupararnir hafa hingað til vanist. Ekki aðeins var hlaupið á næstsíðasta degi ársins, í stað þess síðasta, heldur varð fyrir valinu nýr hlaupastaður – sem undir venjulegum kringumstæðum er stranglega bannaður vegfarendum. Slæm veðurskilyrði voru á Ísafirði í gær og var flugbraut Ísafjarðarflugvallar eini staðurinn sem var án snjós og klaka. Sökum fyrrnefndra aðstæðna lá allt flug niðri sem gerði flugbrautina að ákjósanlegum hlaupastað. Þegar góðfúslegt leyfi fékkst fyrir hlaupinu hjá flugturninum létu hlaupararnir ekki segja sér það tvisvar heldur héldu af stað, þrátt fyrir að vindhviðurnar sem dundu á þeim næðu allt að 65 hnútum. Hópurinn endaði svo í kaffi hjá Rósu Þorsteinsdóttur í Gamla bakaríinu en hann kennir sig einmitt við hana.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar