Maríuhellir í Heiðmörk

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Maríuhellir í Heiðmörk

Kaupa Í körfu

Þessi hefð kemur frá föður mínum Þorsteini Einarssyni sem var fæddur árið 1911 en hann lést fyrir sjö árum. Hann byrjaði á þessu þegar við systkinin vorum lítil en við erum tíu talsins, fimm bræður og fimm systur. Það var því heilmikið fjör þegar pabbi fór með stóra barnahópinn sinn í Maríuhella á gamlársdag eða á þrettándanum, eftir því hvernig viðraði, segir Sólveig Þorsteinsdóttir sem í dag ætlar með systkinum sínum og börnum upp í Heiðmörk til að tendra kertaljós og lítið bál inni í Maríuhellum og syngja saman til að viðhalda hinni árlegu fjölskyldusamkomu MYNDATEXTI Sólveig í Maríuhelli ásamt dóttur sinni, tveimur systrum og mönnum þeirra: F.v. Daði mágur, Soffía systir, Hildur systir, Sólveig, Sigurður mágur, Ragnar tengdasonur og dóttirin Ásdís Sif. Hellaheimsóknin er löngu orðin ómissandi hluti af áramótafagnaði fjölskyldunnar

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar