Lunningin á Ægi

Ólafur Bernódusson

Lunningin á Ægi

Kaupa Í körfu

Stálflikki sem kom í vörpu Arnars HU rétt fyrir jól er líklega borðstokkur sem rifnaði af varðskipinu Ægi í þorskastríðinu 1972 Lunningin er fundin eftir 35 ár, það er ekki seinna vænna,“ sagði Halldór B. Nellett, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, þegar hann sá myndir af járnflikkjum sem komu í botnvörpu togarans Arnars HU 1 skömmu fyrir jólin. Allt bendir til þess að stykkin séu borðstokkur sem rifnaði af varðskipinu Ægi þegar togarinn Aldershot GY 612 sigldi á það að morgni 18. október 1972. Þá geisaði þorskastríð við Breta vegna útfærslu íslensku landhelginnar í 50 sjómílur. MYNDATEXTI Árni Ólafur Sigurðsson skipstjóri á Arnari bendir á klussið sem er með sama sniði og það var á Ægi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar