Thomas Mboya Agengo

Friðrik Tryggvason MBL

Thomas Mboya Agengo

Kaupa Í körfu

Kosningarnar í Kenía í lok síðasta árs hafa dregið dilk á eftir sér. Ástandið hefur farið hríðversnandi í þessu ríki sem verið hefur fyrirmynd margra annarra Afríkuríkja í efnahagsþróun. Fréttir undanfarinna daga gefa mynd af ríki sem rambar á barmi hungursneyðar og borgarastríðs. Keníamaðurinn Thomas Mboya Agengo fluttist til Íslands fyrir tveimur árum. Hann er 37 ára, fæddur og uppalinn í Naíróbí, höfuðborg Kenía. Þar lærði hann lífeindafræði og starfar eftir komu sína hingað sem lífeindafræðingur á rannsóknarstofu blóðmeinafræðideildar Landspítalans í Fossvogi. Aðspurður segist hann hafa komið hingað til lands vegna eiginkonu sinnar, en fjölskylda hennar var hér fyrir. Hann segir að sér líki vel hér og hyggst hann búa hér á landi til langframa, þótt taugin til heimalandsins sé römm MYNDATEXTI Á rannsóknarstofunni Thomas Mboya Agengo starfar sem lífeindafræðingur á Landspítalanum í Fossvogi. Hann fylgist náið með fréttum frá heimalandi sínu, Kenía, þar sem ófriðarbál logar eftir kosningar

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar