Styrkveitingar

Styrkveitingar

Kaupa Í körfu

KAMMERSVEITIN Ísafold var valin Tónlistarhópur Reykjavíkur 2008 af Menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar auk þess sem sveitin fær tveggja milljóna króna styrk frá borginni. Tilkynnt var um útnefninguna í gær sem og þá verkefna- og liststarfsemi sem hlýtur styrki frá borginni á árinu. Í heildina veitir borgin fjörutíu og átta styrki, að upphæð 26 milljónir króna, og er það tæplega 6 milljóna króna hækkun frá síðasta ári. Jafnframt samþykkti ráðið að veita tvo styrki, samtals að upphæð 700 þús. kr., af fjárveitingu ársins 2007. MYNDATEXTI Margrét Sverrisdóttir til vinstri ásamt fulltrúum frá Kammersveitinni Ísafold og leiklistarhátíðinni Lókal sem hlutu hæstu styrkina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar