Brasse Brännström

(C) MOTIV-MYND, Jón Svavarsson

Brasse Brännström

Kaupa Í körfu

SÆNSKI grínleikarinn Brasse Brännström var á vappi í miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöldið ásamt Bjarna Hauki Þórssyni, sem oft er kenndur við Hellisbúann, og Gitt Brännström. Brasse er mjög þekktur leikari í Svíþjóð og hefur einu sinni verið tilnefndur til Óskarsverðlauna. Reyndar ekki fyrir leik heldur fyrir besta handrit að myndinni Mitt liv som hund árið 1988. Að sögn Bjarna Hauks er Brasse mikill Íslandsvinur og hefur oft komið hingað til lands. Við erum góðir vinir, höfum unnið saman nokkrum sinnum bæði fyrir sænska sjónvarpið og í leikhúsi í Svíþjóð og hann er bara hérna í heimsókn, segir Bjarni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar