Jólatré í Hafnarfirði

Jólatré í Hafnarfirði

Kaupa Í körfu

SÖFNUN jólatrjáa á vegum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu miðar vel og má gera ráð fyrir að á bilinu 70-80 tonn af jólatrjám skili sér í endurvinnslu. Þetta segir Ingþór Guðmundsson, stöðvarstjóri hjá Gámaþjónustunni, en hún tekur við jólatrjánum og nýtir þau í moltugerð. Að sögn Ingþórs eru trén kurluð niður og blönduð öðrum lífrænum efnum. Ingþór segir samtökin Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs nýta meirihluta moltunnar. Síðan höfum við látið fólk sem hefur áhuga á fá þessa moltu, segir Ingþór. Hann segir ekki erfitt að koma svona miklu magni af moltu út eftir að ákveðið var að gefa hana. Þeir sem áhuga hafi á að fá moltu geti sett sig í samband við fyrirtækið þegar nær dregur vori.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar