Samstarfssamningur

Samstarfssamningur

Kaupa Í körfu

ICELANDAIR og Handknattleikssamband Íslands undirrituðu í gær, sunnudag, samstarfssamning sem gildir til næstu þriggja ára. Félögin hafa þar með staðfest áframhald á áratugalöngu samstarfi, að því er fram kemur í tilkynningu. Þar segir að Icelandair sé með samstarfssamningnum einn af aðalstyrktaraðilum HSÍ. Samningurinn felur meðal annars í sér að allt íþróttafólk og aðrir sem ferðast á vegum sambandsins til og frá Íslandi fljúgi með Icelandair á hagstæðustu fargjöldum sem bjóðast. Þá fær Handknattleikssamband Íslands myndarlegan fjárstyrk og ákveðinn fjölda flugmiða á hverju ári, segir í tilkynningunni. Guðmundur Ingvarsson, formaður HSÍ, og Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair, undirrituðu samstarfssamninginn í leikhléi á landsleik Íslands og Tékklands

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar