Ísland - Tékkland 32:30

Ísland - Tékkland 32:30

Kaupa Í körfu

AÐ MÍNU mati er alveg ljóst að ef við lærum ekki af þessum tveimur leikjum við Tékka þá verð ég verulega að draga úr bjartsýni minni fyrir Evrópumótið, sagði Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handknattleik, eftir nauman sigur, 32:30, á Tékkum í fyrri vináttuleik þjóðanna í Laugardalshöll síðdegis í gær MYNDATEXTI Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, smeygir sér milli tékkneskra varnarmanna í leiknum í landsleiknum í Laugardalshöll í gær. Ólafur skoraði sex mörk en fékk högg á fingur í síðari hálfleik og fór af leikvelli. Vonir standa til að höggið dragi ekki dilk á eftir sér og Ólafur verði klár í slaginn þegar þjóðirnar mætast á ný í kvöld, einnig í Laugardalshöll, í síðasta leik íslenska liðsins fyrir átökin á EM í Noregi sem hefst á fimmtudag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar