Ísland - Tékkland 32:30

Ísland - Tékkland 32:30

Kaupa Í körfu

EKKI var leikur íslenska landsliðsins í handknattleik karla rismikill í gær þegar það lék gegn Tékkum í Laugardalshöll, aðeins fjórum dögum fyrir Evrópumeistaramótið í Noregi. Fyrri hálfleikur var mjög slakur en nokkuð góður 20 mínútna kafli í síðari hálfleik var nóg til þess að snúa leiknum íslenska landsliðinu í hag sem tókst eftir það að hanga á frumkvæðinu allt til leiksloka. Lokatölur, 32:30, gegn Tékkum sem íslenska landsliðið á að leggja að velli með meiri mun á eðlilegum degi MYNDATEXTI Daniel Kubes og Jan Sobol, leikmenn Tékka, þekkja vel til Róberts Gunnarssonar, línumanns íslenska landsliðsins. Róbert komst lítt áleiðis gegn þeim í gær eins og glöggt má sjá og skoraði aðeins tvö mörk.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar