Ísland - Tékkland 32:30

Ísland - Tékkland 32:30

Kaupa Í körfu

ÉG ER ekki að spá mikið í sjálfan mig í augnablikinu heldur í liðið í heild. Það er á góðri siglingu að mínu viti og átti fína kafla í leiknum sem voru jákvæðir, sagði Logi Geirsson, sem skoraði fimm góð mörk í sigurleiknum við Tékka í gær, 32:30, og kom með ferska strauma inn í sóknarleikinn undir lok fyrri hálfleiks. Fyrri hálfleikur var hins vegar mjög slakur og áhorfendum vart bjóðandi miðað við hve stutt er í stórmót, sagði Logi ennfremur. MYNDATEXTI Bjarni Fritzson lék fyrir íslenska landsliðið gegn Tékkum í gær. Hér er hann kominn í opið færi gegn Petr Stochl, markverði Tékka, og í þann mund að skora eitt fjögurra marka sinn. Bjarni nýtti tækifærið sitt vel eftir að hafa leyst Alexander Petersson af en Alexander náði sér ekki á strik.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar