Jólatré á Túngötu

Jólatré á Túngötu

Kaupa Í körfu

STARFSMENN framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar munu fara um og hirða jólatré fram á næsta miðvikudag. Hirðing jólatrjáa hófst 3. janúar síðastliðinn og stóð til að ljúka því verkefni síðastliðinn föstudag. Svo virtist sem margir væru fremur seinir til að losa sig við jólatrén svo ákveðið var að veita þessa þjónustu þrjá daga í þessari viku til viðbótar, samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdasviði. Fólk er beðið að setja jólatrén á áberandi staði við lóðamörk, en jafnframt ganga þannig frá þeim að þau geti ekki fokið. Framkvæmdasvið er í samstarfi við Gámaþjónustuna sem kurlar jólatrén og notar til moltugerðar. Starfsmenn borgarinnar hafa farið víða um og hirt bæði jólatré og flugeldaleifar sem víða hafa legið eftir jól og áramót. Eftir að hirðingu jólatrjáa lýkur er fólk beðið að fara sjálft með jólatré og flugeldarusl á gámastöðvar Sorpu til að halda borginni hreinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar