Þór - ÍA 5:0

Skapti Hallgrímsson

Þór - ÍA 5:0

Kaupa Í körfu

BIKARMEISTARAR Akurnesinga hófu titilvörnina á því að heimsækja efsta lið 1. deildar, Þórsara á Akureyri, og voru margir sem bjuggust við að róðurinn yrði erfiður fyrir meistarana. Annað kom þó á daginn; Skagamenn unnu stóran og fyrirhafnarlítinn sigur, 5:0, og varð leikurinn aldrei sú skemmtun sem vonast var eftir. MYNDATEXTI: Grétar Rafn Steinsson, lengst til vinstri, fagnar Haraldi Hinrikssyni sem skoraði með glæsilegu skoti fyrir ÍA utan vítateigs beint úr aukaspyrnu. Til hægri við hann eru þeir Ólafur Þórðarson, Unnar Valgeirsson, Reynir Leósson og Pálmi Haraldsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar