Ólafur Örn Karlsson

Ólafur Örn Karlsson

Kaupa Í körfu

Ég bind miklar vonir við þetta lyf en ekki of miklar, ég geri mér grein fyrir að það er ekkert sem getur læknað sjúkdóminn að fullu, segir Ólafur Örn Karlsson, rúmlega tvítugur menntaskólanemi, sem var fyrstur til að fá Tysabri í gær. Ólafur fékk MS fyrir tveimur árum og ágerðist sjúkdómurinn mjög hratt. Var það m.a. ástæðan fyrir því að hann var tekinn snemma inn í meðferðina. Ólafur segist oft hafa orðið fyrir fordómum vegna sjúkdómsins. Einkennum hans geti svipað til ölvunarástands, t.d. reikult göngulag og þvoglumæli. Ég hef verið stimplaður alkóhólisti og fíkniefnaneytandi, segir Ólafur. Fólk ætti að passa sig á því að vera ekki með svoleiðis fordóma.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar